Föstudagur 26. maí, 2023
5.8 C
Reykjavik

Snjórinn hefur ekki áhrif á egg Tryggva og Tryggvínu: „En hret á ungatímabilinu myndi drepa allt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Egg Tryggva og Tryggvínu eru ekki í hættu vegna snjókomunnar í gær og í dag en annað er uppi á tengingnum ef snjóar á ungana.

Snjórinn sem kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt kom mörgum á óvart, þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að snjókoma í apríl sé ekkert sérlega sjaldséð, enda búum við á eyju úti á ballarhafi og það nálægt norðurskautinu. En hvað um það, tjaldarnir Tryggvi og Tryggvína eru komin með egg í óðal sitt á þaki Ísólar í Ármúlanum. En ætli snjórinn hafi áhrif á eggin?

Ekki segir líffræðingurinn Sölvi Rúnar Vignisson, sem sérhæfir sig í fuglum. „Nei, það ætti ekki að hafa áhrif, þau ættu að geta haldið á þeim hita,“ sagði hann en bætti við: „En ef að það kemur hret á ungatímabilinu, þá drepst allt.“

Nú er bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir séu búnir að fá nóg af snjókomunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -