Fimmtudagur 29. september, 2022
8.8 C
Reykjavik

Sóli Hólm mætir með posa í Fjárhúsið á Valgeirsstöðum: „Ég er Herbert minnar kynslóðar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
„Ég hef aldrei áður komið í Árneshrepp en lengi verið á leiðinni,“ segir skemmtikrafturinn Sóli Hólm, sem skemmtir íbúum og gestum í Árneshreppi í höfuðstöðvum Ferðafélags Íslands í hreppnum. Viðburðurinn verður laugardagskvöldið 2. júlí og fer fram í Fjárhúsinu á Valgeirsstöðum í Norðurfirði þar sem margir listamenn hafa stigið á stokk undanfarin sumur. Fastagestur þar hefur verið Bjartmar Guðlaugsson en einnig má nefna Lay Low og Mugison sem smekkfyllti Fjárhúsið á sínum tíma þegar 240 manns mættu til að hlusta á hann.
Sóli Hólm í ýmsum hlutverkum.

Sóli hefur slegið rækilega í gegn með sýningum sínum og víst að hann mun kæta þá sem mæta. Hann er spenntur fyrir því að mæta í Árnsehrepp.

„Það verður gaman að skemmta í fyrsta sinn á þessu svæði, bæði heimafólki sem og fótfráum göngugörpum,“ segir hann.

Verð á miða er 5500 krónur. Miðasala verður við dyrnar. Sóli segist verða með posa.

„Já, auðvitað. Ég er Herbert minnar kynslóðar,“ segir hann.

Sóli hefur gert víðreist um landið í sumar. Hann skemmtir í Búðardal 1. júlí. Þann 15 júlí mun hann skemmta á Eskifirði. Sýningar Sóla hafa slegið rækilega í gegn. Hann hefur sýnt alls 35 sinnum í Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrir fullu húsi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -