Þriðjudagur 26. september, 2023
11.8 C
Reykjavik

Stefán Máni segir veitingahúsaeigendur asna: „90 prósent af íslenskum veitingastöðum eru drasl“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stefán Máni Sigþórsson spennusagnahöfundur birti á dögunum Twitterfærslu þar sem hann klýfur íslenska veitingahúsabransann og vandamálin sem honum fylgja. Telur hann aðalvandamálið vera að veitingastaðirnir eru stofnaðir af fjárfestum en ekki kokkum og að eigendur veitingahúsanna séu asnar:

„Ég held að aðal vandamálið með íslenska veitingastaði sé að þeir eru yfirleitt ekki stofnaðir af kokkum heldur fjárfestum. Skrilljón eytt í andlausa hönnun og svo er ráðinn kokkur, sem hættir svo af því að eigandinn er asni. Svo er ráðinn verri kokkur og ódýrir þjónar.“

Ekki fylgir á hverju Stefán Máni byggir greiningu sína en hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að iðjuleysi eigandanna sé um að kenna:

„Eigandinn nennir ekki að vinna, vill ekki óhreinka hendurnar heldur telja bara peninga. Svo er staðurinn seldur og verður enn verri. Welcome to my Ted talk.“

Stefán Máni kveður kvæði sínu í kross og gerir langa sögu stutta:

“Long story short. 90% af íslenskum veitingastöðum eru drasl.„
Einhverjir mótmæla þessari greiningu rithöfundsins. Einn þeirra vísar í kenningu Antony Bourdain um að eigendur veitingastaðanna eigi að vera rekstrarfólk en ekki ástríðukokkar.
Hér að neðan má sjá færslu Stefáns Mána:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -