Svala Björgvinsdóttir hefur verið í liði þeirra sem koma fram á árlegum jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins.
Svala hefur verið dugleg að sýna frá undirbúningi tónleikanna í ár en síðastliðinn sólahringinn hefur hún birt tvær myndir á Instagram reikningi sínum þar sem hún klæðist glæsilegum kjólum. „Ég er byrjuð að ákveða kjólana fyrir Jólagesti næstu helgi,“ skrifar Svala við fyrri myndina þar sem hún skartar bláum pallíettukjól.

Á seinni myndinni er Svala í hvítum kjól, við hana stendur: „Aldrei að vita ég verði í þessum kjól á Jólagestum næstu helgi en það kemur í ljós á laugardaginn.“

Fylgjendur hennar og aðrir verða því að bíða rólegir í nokkra daga til að fá svör í stóra jólakjólamáli Svölu.