Svala Björgvinsdóttir tryllti viðstadda á styrktartónleikum Solaris hjálparsamtaka í gær.
Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, héldu hörku styrktartónleika í gærkvöld á Bryggjunni – Brugghús, en þar komu fram einhverjir allra bestur tónlistarmenn þjóðarinnar. Ásgeri Trausti mætti, Valdimar, Páll Óskar, Magnús J og GDNR og svo rúsínan í pylsuendanum, partýdívan Svala Björgvinsdóttir.
Svala birti myndskeið í story hjá sér á Instagram sem sýndi stemmninguna þegar hún steig á sviðið en allt ætlaði um koll að keyra, slíkt var stuðið. Kærasti Svölu, Lexi Blaze eins og hann kallar sig, fylgdi Svölu eins og sannur herramaður og tók myndir og myndskeið af herlegheitunum. Svala birti svo tvær skemmtilegar myndir af honum eftir tónleikana, haldandi á blómvendi. Á annarri þeirra skrifaði hún „Sætasti minn.“

Ljósmynd: Instagram-skjáskot