Laugardagur 14. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Svona hlúir þú að píkuheilsunni – Sigga Dögg gefur út blæðingabók: „Það er svo ótrúlega gaman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er bara hluti af lífinu og sem slíkt þá verður að fræða um það,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, sem oftast er kölluð Sigga Dögg, sem gaf út sína sjöttu bók á dögunum, Litla bókin um blæðingar. Í henni fjallar kynfræðingurinn um blæðingar og upplifun þúsunda íslenskra kvenna.

„Það er svo ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er ánægt með framtakið og hugrekkið að gefa þessu málefni svona mikið pláss. Mér reyndar finnst þetta miklu frekar bara nauðsynlegt en ekkert sérstaklega hugrakkt,“ segir Sigga Dögg í samtali við Fréttablaðið.

Í bókinni má einnig finna góð ráð Siggu Daggar til að huga vel að píkuheilsunni.

Í útgáfupartí Sigríðar í vikunni fjölmennti fólk á öllum aldri. „Það sem mér þykir svo fallegt er að hér mættu bæði feður og mæður með börn sín, þetta er ekki lengur eitthvert einkamál kvenna heldur sjáum við núna að við öll þurfum fræðslu um blæðingar og við öll megum fræða um blæðingar,“ segir Sigga Dögg

Í blæðingabók Sigríðar má líka finna góð ráð hennar til kvenna til að hlúa vel að píkunni. Þú snúa helst að því að konur sofi brókarlausasr, noti ekki svokallað g-strengi og þær séu ekki í nærbrókum úr gerviefnum. Með því að smella á myndina hér til hliðar stækkar þú myndina og getur þá séð nánar píkuráð Siggu Daggar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -