Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sýna súludans á Gauknum – Styðja við fólk í kynlífsvinnu á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkuð óvenjulegur viðburður verður haldin á Gauknum annað kvöld en þar mun súludanshópurinn Strip Lab og rappsveitin Eldmóðir sameina krafta sína. Tilefnið er útgáfa rappplötunnar Á síðasta snúning, sem er innblásin af sýningum Strip Lab hópsins og viðburður kvöldsins er því Strip Lab sýning innblásin af plötunni sem var innblásin af Strip Lab og verður súludanssýning og hlustunarpartí samtvinnað.

Strip Lab sérhæfir sig í sviðslitarformum sem eiga rætur sínar að rekja úr kynlífsverkasenunni og má þar sérstaklega nefna súludans og burlesque. 

Hópurinn sameinaðist með það að markmiði að fagna strippklúbba dansforminu auk þess að styðja við fólk í kynlífsvinnu á Íslandi í samvinnu við Rauðu Regnhlífina. Strip Lab býr yfir víðtækri sviðsreynslu en hópurinn hefur haldið sýningar víðs vegar um Reykjavík og eru viðburðir þeirra vel sóttir og oft uppseldir og hefur hópurinn unnið til ýmissa verðlaun fyrir dans sinn.

Markmið viðburðarins er að veita sýnileika og öruggt rými fyrir fólk í kynlífsvinnu þar sem listsköpun í gegnum óttalausan súludans, djarfa loftfimleikar og seiðandi dansa ræður ríkjum og stendur hljómsveitin með hópnum í þeim efnum. Eldmóðir hafa sjálfir vakið mikla athygli fyrir nýja nálgun á rapptónlist en sveitin hefur gefið út þrjár plötur á tveimur árum og verður platan sem kemur út á morgun sú fjórða.

May be an image of 1 person
Mynd: Berglaug Petra Garðarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -