Jarðskjálftahrina hefur hrist vel upp í íbúum á Suð-Vesturhluta landsins en öflugir og tíðir skjálftar hafa verið við Fagradalsfjall. Útvarpsfréttamanni Rúv brá heldur betur brún þegar hann sat og las útvarpsfréttir um jarðskjálftahrinuna. Í miðri útsendingu truflaði jarðskjálfti fréttatímann. Greina mátti mikla skruðningar í hljóðverinu og fréttamaður sem augljóslega er brugðið útskýrir ástæðuna fyrir hlustendum:
„Þarna var einn harður að ríða yfir, hérna í beinni útsendingu“
Útvarp er svo frábær lifandi miðill. Jarðskjálfti í beinni í fréttalestri klukkan 10. Hressandi morgunvakt. pic.twitter.com/hgxtv5Hh9c
— Andri Yrkill Valsson (@AndriYrkill) July 5, 2023