Hin síunga söngdíva Svala Björgvinsdóttir birti skemmtilega mynd af sér í góðra vina hópi, á Instagram.
Á myndinni má sjá þrjár drottningar í íslenska tónlistarbransanum saman komnar, Svölu, Siggu Beinteins og Sölku Sól Eyfeld. Við myndina skrifaði Svala eftirfarandi texta: „Það var stemmning að gigga seinustu helgi með þessum snillingum.“

Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Hafa þær allar haft nóg fyrir stafni í sumar og virðist ekkert lát þar á. Svala sló heldur betur í gegn með sumarsmellinn í ár, Bones og hefur verið dugleg að koma fram. Sigga Beinteins virðist vera óstöðvandi en hún er með gigg um hverja helgi enda féll endurkoma Stjórnarinnar aldeilis í frjóan jarðveg fyrir stuttu. Í haust er svo stórsöngleikurinn Sem á himni frumsýndur í Þjóðleikhúsinu en Salka Sól fer með eitt aðalhlutverkanna.