Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Travis Barker fluttur á sjúkrahús: „Vinsamlegast sendið bænir ykkar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Travis Barker var fluttur á sjúkrahús í gær. Eiginkona hans, Kourtney Kardashian, var honum við hlið og dóttir hans hefur beðið fólk um að biðja fyrir pabba sínum.

Enn er ekki vitað hvað amar að Barker, en hann leitaði læknisaðstoðar í gærmorgun á sjúkrahúsi í Los Angeles. Ástand hans var bersýnilega metið það alvarlegt að stuttu síðar var hann fluttur á börum í sjúkrabíl, sem keyrði hann á Cedars-Sinai sjúkrahúsið í Los Angeles. Samvæmt slúðurmiðlinum TMZ var Kourtney Kardashian við hlið eiginmanns síns allan tímann, en parið gekk í það heilaga fyrir einungis um það bil mánuði síðan á Ítalíu.

Það hefur vakið athygli að Barker birti færslu á Twitter fyrr þennan dag sem í stóð: „Guð bjargi mér“. Um er að ræða heiti á lagi með vini Barker, tónlistarmanninum Machine Gun Kelly.

Alabama Barker, 16 ára dóttir Barker úr fyrra hjónabandi, biðlaði í gær til fylgjenda sinna á Instagram að biðja. Pabbi hennar hafði verið fluttur á sjúkrahúsið skömmu áður og má því ætla að hún sé að óska eftir því að beðið sé fyrir pabba hennar.

„Vinsamlegast sendið bænir ykkar,“ stóð í færslu dótturinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -