Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

True var innblástur Klohe fyrir nýjustu hönnuninni: „Ég átti sjálf svo mörg vandamál tengd mat“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klohe Kardashian, raunveruleikastjarna, viðskiptakona og nú tveggja barna móðir- segist alltaf setja börnin sín í fyrsta sætið.

Klohe hefur sýnt það í verki með því að tileinka nýju fatalínu tískuhússins síns, dóttur sinnar True. Dóttir hennar á að hafa verið innblásturinn á bak við hönnunina, en hægt er að finna fötin í fleiri stærðum í nýjastu línu Good American, Pop Off Pink, en venjulega gerist.

Frá því að vörumerkið kom á markað, árið 2016 hefur Khloe (38 ára) lagt sig fram við að koma til móts við allar stærðir og notast við fjölbreyttar útfærslur eins og;, „Good Squad“, en það er snið sem hentar flestum líkamsgerðum, en ekki einungis fyrir fyrirsætur. Khloe segist hafa viljað fara þessa leið, þar sem að hún hafi sjálf fundist vera „útilokuð“ af tískustöðlum samfélagsins, þegar hún var að alast upp.

„Nú er ég orðin mamma og ég vil að dóttir mín sjái allar útgáfur af sjálfri sér, vinum sínum og frændum sínum – ég vil að allir finni að þeir séu metnir, eins og þeir eru.

- Auglýsing -

Keeping Up With The Kardashians stjarnan útskýrði einnig að hún leggji mjög mikið upp úr því að fólk vandi hvað það segji fyrir framan dóttur sína.

„Ég átti sjálf svo mörg vandamál tengd mat,“ sagði hún í viðtali við Health Magazine í nóvember 2021. Hún segir að mjög hörð ummæli hafi sært hana. „Þessi hörðu ummælin koma ekki endilega frá einhverri einni manneskju, heldur frá samfélaginu í heild sinni og hvernig fólk hefur leyft sér að gagnrýna líkama minn.“

Stjarnan hélt áfram að tala um True og bætti við: „Dóttir mín er mjög hávaxin. Fólk mun því alltaf segja: „Hún er svo stór.“ Og þá segi ég: „Ó, þú meinar að hún sé svo hávaxin“. En ég vil alls ekki að hún túlki svona ummæli rangt sem gæti svo haft áhrif á líkamsmynd hennar „

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -