Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Tveir risar í rappheiminum sameinast – Ferðast til 25 borga á nokkrum mánuðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir goðsagnakenndir risar úr rappheiminum ætla að snúa bökum saman í haust og fara á sameiginlegt tónlistarferðalag um Norður Ameríku.

Wu-Tang Clan og Nas hafa tilkynnt að þeir ætli sér að sameinast á tónleikaferðalagi um Norður Ameríku. Hefst ferðalagið í lok ágúst. Kalla goðsagnirnar tónleikaferðalagið N.Y. State Of Mind. Munur þeir ferðast til 25 borga frá ágúst og fram í október en þeir byrja í St. Louis þann 30 ágúst.

Þá munu rappararnir einnig koma fram í borgum á borð við Toronto, Newark, Charlotte, Tampa, Atlanta, Dallas og Los Angeles.

Nas, sem heitir fullu nafni Nasir bin Olu Dara Jones er bandarískur rappari, orðinn 48 ára en enn á fullu. Hann sló rækilega í gegn með fyrstu plötu sinni Illmatic árið 1994 og hefur síðan gefið út plötur jafnt og þétt en þær eru orðnar 14 talsins. Hefur hann hlotið fjölda Grammy tilnefninga en hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna árið 2021 fyrir King´s Disease.

Wu-Tang Clan er risastórt rappband í öllum skilningi þess orðs en alls eru níu meðlimir í bandinu. Fyrsta plata þeirra, Enter the Wu-Tang (36 Chambers) er af mörgum talin ein besta rappplata sögunnar en hún kom út árið 1992. Síðan þá hafa þeir gefið út sex plötur til viðbótar, þá síðustu árið 2015. Er hópurinn almennt talinn einn áhrifamesti rapphópur sögunnar en þeir þróuðu og gerðu vinsæla hið þekkta Austurstrandar-rapp og svokallaðan hardcore rapp stíl. Hópurinn kom fram á Secret Solstice hátðíðinni fyrir nokkrum árum við góðan orðstír.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -