Mánudagur 17. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Vala Matt segir þetta ekki gerast oft: „Ég fann tárin renna niður kinnarnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjónvarpskonan Vala Matt segir í færslu á Facebook að á löngum ferli sínum hafi hún sjaldan tárast í viðtölum. Það gerðist þó þegar hún ræddi við Guðmundur R. Einarsson, ritstjóra Fréttanetsins, en hann hefur opnað á ofbeldi sem hann mátti þola í æsku og orsök þess í pistlum.

Á Facebook segir Vala: „Það er ekki oft sem ég fer að gráta þegar ég er að undirbúa og taka viðtöl fyrir Ísland í dag en það gerðist þegar ég tók viðtalið við Guðmund  Guðmundur R Einarsson, ritstjórans á frettanetid.is. Hann segir frá svo óhugnanlegri lífsreynslu en einnig svo ótrúlega fallegum hlutum sem urðu til þess að ég fann tárin renna niður kinnarnar!“

Guðmundur skrifaði í maí pistil sem vakti mikla athygli en þar fjallar hann um hvernig alkahólismi hefur dregið næstum alla hans nánustu til dauða. „Ég á samt erfitt með að fyrirgefa mömmu þar sem hún fyrirfór sér í neyslu, þegar ég var rétt skriðinn yfir tvítugt. Hún gerði það fimm mánuðum áður en að sonur minn fæddist og það fannst mér svo ósanngjarnt af henni. Hún skrifaði mér bréf áður hún fyrirfór sér en ég hef aldrei opnað eða lesið þetta bréf,“ skrifaði hann meðal annars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -