Föstudagur 20. maí, 2022
10.8 C
Reykjavik

Védís Hervör og Þórhallur eignuðust sitt þriðja barn: „Ljósmæður eru englar í mannsmynd“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Védís Hervör Árnadóttir, tónlistarkona, og eiginmaður hennar, lögmaðurinn Þórhallur Bergmann, eignuðust stúlku þann 30. desember síðastliðinn. Stúlkan er þriðja barn þeirra hjóna, en fyrir eiga þau tvo drengi.

Védís greindi frá fæðingu nýjasta fjölskyldumeðlimsins á Facebook-síðu sinni í gær.

„Það er enn á ný staðfest að ljósmæður eru englar í mannsmynd.

Nú virðist tíminn standa í stað og allt sett til hliðar til þess að umvefja, næra og elska litla ósjálfbjarga mannveru. Ég bara veit ekkert betra. Við kvartettinn sem erum vön því að vera bara fjögur stumrum nú yfir dömunni og í morgun voru það þrír herrar sem unnu saman að bleyjuskiptum. Þrír herrar sem spila á píanóið fyrir hana. Þrír herrar sem hlaupa til hennar við minnsta tíst. Þið ráðið í framhaldið,“ segir Védís í færslu sinni.

Neðst skrifar Védís fallegan, frumsaminn texta:

Elsku barn, þú ert elskunnar barn

- Auglýsing -

– ástar sem hér spratt um árið.

Allt sem var virðist æ óralangt,

líkt og þú hafir ætíð verið.

- Auglýsing -

Undur lífs, leiðandi ljós.

Þú græðir hjartað heilt.

 

Bernskubrek, æskunnar blóm

– rósa sem hér spruttu um árið.

Nóttin dimm kemur deginum frá,

allt á einn veginn endar.

En augu þín vekja von,

vorsins vindar fylgja þér.

Undur lífs, leiðandi ljós.

Þú græðir hjartað heilt.

 

Mannlíf óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -