Fimmtudagur 10. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Vel heppnað Hamingjukvöld í Hafnarfirði – Hlátur, gleði og samvera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sannkallað gleðikvöld var haldið í Hafnarfirði þann 17. september en það er hluti af Hamingjudögum í Hafnarfirði.

Hamingjudagar í Hafnarfirði fara fram allan septembermánuð en þar er boðið upp á allskonar skemmtilegheit á borð við sjóbað, dáleiðslu og samverustundir. Síðastliðið þriðjudagskvöld fór fram svokallað Hamingjukvöld í Bæjarbíói en kvöldið var uppfullt af hlátri, gleði, samveru og söng, eins og það er orðað á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Þá var einnig boðið upp á góð ráð gegn einmannaleika og hvernig rækta má sjálfskærleika sem hægt er að taka með sér í leiðinni að hamingjunni.

Það var bæjarstjórinn sjálfur, Rósa Guðbjartsdóttir sem opnaði kvöldið en Guðrún Árný söngkona stýrði samsöng og sló síðan lokataktinn á kvöldinu. Þá fór Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Einmana, yfir leiðir út úr einmanaleikanum og Theodór Francis Birgisson, ráðgjafi og vikulegur gestur í Bítinu á Bylgjunni talaði um tengsl á léttum nótum. Aukreitis fræddi lífsmarkþjálfinn og samskiptaráðgjafinn Linda Baldvinsdóttir gesti um sjálfsást og gleðisprengjan Sigga Kling, rithöfundur og fyrirlesari gaf gestum upp leiðina að hamingjunni.

Fyrir þau ykkar sem eruð svekkt að hafa misst af þessu skemmtilega kvöldi, þá þurfið þið ekki að örvænta því Hamingjudagar standa enn yfir en framundan eru Hamingjustund í Bæjarbíói, Hamingjuplöntugagna og Hamingjusöngur með Guðrúnu Árnýju.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -