Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Versace íbúðin er komin á sölu – Glamúr og gull í miðbæ Reykjavíkur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í hjarta Reykjavíkur við Hverfisgötu 52 stendur íbúð sem er vekur athygli enda innréttuð á einstakan hátt.
Íbúðin er 204 fermetrar á stærð á þriðju hæð. Húsið er byggt árið 1930 og staðsett á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu.
Lind fasteignasala hefur þessa einstöku eign á skrá.

Líka eina lyfta landsins sem skartar þessu merki

Frá forstofunni er horft inn í stofu og eldhús en rýmið er opið, bjart með mikilli lofthæð.
Við hlið eldhússins blasir við ein elsta vörulyfta landsins sem gengur niður á jarðhæð. Hurð vörulyftunnar er merkt með einu þekktasta tískumerki heims, Versace.
Á jarðhæð hússins er opið geymslurými í sameign með útidyrum og innkeyrsluhurð.

Vínflöskur á veggnum setja svip á íbúðina

Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni með parket á gólfi. Baðherbergið er mjög rúmgott með hita í gólfi og vönduðum tækjum. Stílhrein og tímalaus hönnun þar sem einnig má sjá Versace merkið fræga.

Stílhreint og snyrtilegt í ljósum tón

Vert er að taka fram að íbúðin býður upp á þann möguleika að breyta í tvær íbúðir án mikillar fyrirhafnar. Fullkomið hitunar og loftræstikerfi er í íbúðinni auk Bose hljóðkerfis.
Húsið var tekið í gegn að utan fyrir ekki svo löngu síðan þar sem gert var við múr og málað.

Svona stóla sér maður ekki á hverjum degi.

Ekki vantar upp á tískufatnað eiganda en hefur hann/hún búið til fallegt fataherbergi þar sem skipulag er til fyrirmyndar.

Litlagleði og glamúr í fataherbergi

Eldhúsið fer ekki fram hjá neinum enda eld rautt að lit með góðu skápa- og borðplássi.

Skemmtilegt málverk í aðalhlutverki
- Auglýsing -

Sjón er sögu ríkari hefur svo sannarlega aldrei átt betur við en um þessa eign. Allar frekari auglýsingar er hægt að nálgast á vef fasteignasölunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -