Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Volaða Land framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur tilkynnt að kvikmyndin Volaða Land verði fram Íslands til Óskarsverðlauna 2024

Volaða Land er skrifuð og leikstýrð af Hlyni Pálmasyni (Hvítur, Hvítur Dagur, Vetrarbræður) og með aðalhlutverk fara þau Elliott Crosset Hove, Ingvar Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Jacob Hauberg Lohmann, og Hilmar Guðjónsson.

Í umsögn dómnefndar segir:

„Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum með því að spyrja sammannlegra spurninga um tilvist og tilgang mannsins á hugrakkan og áleitin hátt. Myndin segir frá ungum dönskum presti, Lucas, sem heldur til Íslands undir lok 19. aldar í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Óvægin náttúruöflin hafa snemma áhrif á ferðalagið og samskipti „nýlenduherrans“ við íslenskasveitamanninn Ragnar ganga ekki sem skyldi vegna tungumálaerfiðleika og menningarmuns. Á ferðalaginu og í leit sinni að æðri mætti þarf presturinn að kljást við sjálfan sig andspænis náttúrunni. Löngun hans til yfirráða gagnvart henni verður honum að falli. Kvikmyndataka Mariu Von Hausswolff er stórbrotin og er hver rammi eins og listaverk. Náttúra Íslands í gegnum linsu hennar er í senn óvægin, framandi, ógnvekjandi, fráhrindandi og blaut en líka ægifögur og heillandi án þess að verða nokkurntímann væmin eða yfirdrifin. Þrátt fyrir að viðfangsefni myndarinnar og efnistök séu alvarleg og drungaleg er myndin oft á tíðum mjög fyndin og sett fram af einstakri næmni og dýpt.”

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -