2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Að losna við hvimleiða kviðfitu

Einkaþjálfarinn Björn Þór Sigurbjörnsson skrifar um hvimleiða kviðfitu í sinn nýjasta pistil. Í pistlinum fjallar hann um hvernig er hægt að tækla fituna sem safnast á magasvæðið.

„Einhverjir hamast í kviðæfingum í þeirri von um að losna undan fitunni hvimleiðu sem kallar hægt og hljótt á auka gati á beltið. Hundruðir kviðæfinga á dag breyta engu, beltið kemst ekki undan stríðinu við kviðfituna,“ skrifar hann meðal annars.

En hvað er þá hægt að gera? Björn segir mikilvægt að fólki átti sig á að fita sem sest á kviðinn er ólík annarri fitu.

Hann segir hormón spila stórt hlutverk og bendir á nokkra þætti sem koma hormónaframleiðslunni í jafnvægi og ójafnvægi.

AUGLÝSING


Svo gefur hann nokkur skotheld ráð. Meðal þess sem Björn nefnir er mikilvægi hvíldar. „Hvíld, eða með öðrum orðum bæði góður og nægur svefn. Þegar við sofum vel eru minni líkur á aukningu á stresshormóninu cortisóli.“

Hann segir að nú sé rétti tíminn til að horfa inn á við og endurskoða lífsstílinn. Lestu pistilinn í heild sinni hérna: Kjörið tækifæri til naflaskoðunar!

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is