2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Allir regnbogans litir með hækkandi sól

Margt fólk dregur fram litríkari fatnað með hækkandi sól. Núna þegar sólin er loksins farin að láta sjá sig hér á landi er gaman að skoða hvaða litapallettur stóru tískuhúsin eru að vinna með í vor- og sumarlínum sínum fyrir þetta árið.

 

Fjólublátt í bland við eldrautt hjá Valentino. Skemmtileg litasamsetning.

Franski hönnuðurinn Alexandre Vauthier á heiðurinn af þessari fölgulu dragt.

Laxableikur samfestingur frá Isabel Marant.

AUGLÝSING


Fjölbreyttir grænir litatónar spiluðu saman á skemmtilegan hátt á sýningu Dolce & Gabbana.

Töff kjóll með 80´s-sniði í geggjuðum fjólubláum litatóni frá Givenchy.

Þessi guli kjóll stal senunni á sýningu Louis Vuitton í París í október.

Franski hönnuðurinn Olivier Roustaing sýndi þetta svala dress á sýningu Balmain. Blár jakki og bleik kögurtaska við silfurleggings og -skó.

Neonlitir verða vinsælir í sumar ef marka má sumarlínuna sem Versace sýndi á tískuvikunni í Mílanó.

Myndir / EPA

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is