2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ekki eðlilegt að brisið „sé stöðugt að rembast“

Einkaþjálfarinn Björn Þór Sigurbjörnsson, skrifar um alvarlegar afleiðingar þess þegar brisið þarf að erfiða of mikið í sinn nýjasta pistil á vef Mannlífs.

Í pistli sínum vísar hann í niðurstöður rannsókna á því sem kallast Syndrome X“ eða „insulin resistant syndrome“. Um heilkenni er að ræða sem veldur heilsufarsvandamálum sem flest lúta að versnandi blóðsykurstjórn líkamans.

„Syndrome X snýst um insúlínviðnám (þegar brisið getur illa og jafnvel ekki framleitt insúlín vegna ofálags) sem aftur ýtir undir of háan blóðþrýsting, of mikila insúlínframleiðslu, háu kólseteróli og aukinni kviðfitusöfnun,“ skrifar Björn meðal annars.

Hann segir að langvarandi óhollusta geti valdið því að álagið á brisið verður of mikið.

AUGLÝSING


„Þegar við borðum, t.a.m. einföld kolvetni sem frásogast fljótt, eins og mikið unnin matvæli sem innihalda mikið af af hveiti og viðbættum sykri, þá losast mikill sykur út í blóðrásina á stuttum tíma. Brisið bregst við þessari gusu með því að framleiða insúlín, en hlutverk þess (insúlínsins) er að stýra sykrinum inn í frumurnar til þess að líkaminn geti notað þennan sykur með góðu móti. Langvarandi sukk og hreyfingaleysi hefur þær afleiðingar að brisið þarf að erfiða meira. Brisið er undir óeðlilega miklu álagi, það þreytist og verður með tímanum „ónæmt“ fyrir gusunum vegna þreytu. Þegar brisið er orðið „þreytt og lúið“ vegna nokkurs konar ofkeyrslu verður það „ónæmara“ þá eykst þá viðnámið. Brisið missir færnina í að stýra sykrinum á rétta staði svo blóðsykurinn helst óeðlilega hár of lengi,“ skrifar Björn.

Hann segir það ekki eðlilegt ástand fyrir brisið að þurfa stöðugt að „rembast við að framleiða nægilega mikið insúlín til að vinna á sykrinum“.

Pistil hans má lesa í heild sinni hérna.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is