2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gönguleiðir í snjallsímanum

Wapp-Walking app er appið sem áhugafólk um göngur þarf að hafa í snjallsímanum. Appið hefur að geyma upplýsingar um sögu, náttúru, umhverfi og örnefni þannig að hægt sé að fullnýta hverja gönguferð bæði með hreyfingu og fróðleik.

Ljósmyndir eru af hverjum stað og þegar við á handhægar upplýsingar um opnunartíma staða og aðgang að þeim, bílastæði, salerni og hvað þarf að varast. Greiða þarf fyrir sumar göngulýsingar, meðan aðrar eru ókeypis.

Mynd / Skjáskot

Appið er hugarfóstur göngugarpsins Einars Skúlasonar, sem hefur skrifað nokkrar bækur um göngur og stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur fyrir nokkrum árum en þar sameinast fjöldi áhugamanna um göngur og hreyfingu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is