2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gucci, Jane Fonda og Lil Nas X í umhverfisvænt samstarf

Tískuhúsið Gucci hefur afhjúpað nýja umhverfisvæna og sjálfbæra línu sem kallast Off The Grid. Línan samanstendur af töskum, veskjum, skóm, höttum, buxum og jökkum sem gerð eru úr endurunnum, lífrænum og vistvænum efnum.

Leikkonan og aðgerðarsinninn Jane Fonda og rapparann Lil Nas X eru meðal þeirra sem sitja fyrir í auglýsingaherferð fyrir þessa nýju línu. Þau eiga það sameiginlegt að vera umhverfissinnar og hafa nýtt frama sinn til að vekja athygli á loftslagsmálum og umhverfisvernd.

Alessandro Michele, listrænn stjórnandi Gucci, segir línuna byggja á samstarfi og samtali sem átti sér stað innan hópsins sem kemur við sögu í auglýsingum línunnar. Ásamt þeim Jane Fonda og Lil Nax X eru það söngkonan King Princess, japanski gítarleikarinn Miyavi og breski umhverfissinninn David de Rothschild sem sitja fyrir í þessari auglýsingaherferð Gucci.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is