Heima í samkomubanni: Komdu á hvetjandi æfingu með Annie Mist

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Annie Mist Þórisdóttir hefur nú birt myndband á YouTube síðu sinni þar sem hún sýnir nokkrar æfingar sem tilvalið er að iðka heima, sérstaklega fyrir þá sem núna eru heima við í sóttkví, með ung börn sem komast ekki í skóla eða annað.

 

Myndbandið er 30 mínútur og hvetur Annie Mist fólk til að taka vel á því í stuttan tíma í senn, æfingar þurfi ekki að vera langar. Annie Mist er þjálfarinn í myndbandinu sem segir nokkrum iðkendum til, auk þessara sem æfa með heima. Allir eru með handlóð og dýnu.

Annie Mist er ein af CrossFit dætrum landsins og eru æfingarnar í þeim anda, en samt góðar fyrir byrjendur. Æfingarnar reyna á styrk og þol, en Annie Mist hvetur til að taka á af miklum ákafa.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Nína ekki ólétt

Nína Richter ljósmyndari og rithöfundur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RÚV leiðréttir fjölda hamingjuóska í færslu sinni á...