Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Íslendingar sem hafa verið að gera það gott innan tískubransans erlendis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er alveg óhætt að segja að Íslendingar eigi fjölmargt hæfileikafólk á sviði tísku og hönnunar. Þetta er aðeins lítið brot af þeim sem hafa verið að gera það gott erlendis.

 

Fatahönnuðurinn Sólveig Káradóttir hefur starfað sem listrænn stjórnandi hjá Galvan London. Sólveig stofnaði Galvan ásamt þremur vinkonum árið 2014 og hefur merkið verið á hraðri uppleið síðan þá. Kate Moss, Gwyneth Paltrow, Rihanna og Jennifer Lawrence eru dæmi um stjörnur sem eru aðdáendur Galvan London.

Sólveig Káradóttir. Mynd / EPA

Hérna er leikkonan Saoirse Ronan í kjól frá Galvan.

Heba Þórisdóttir.

Förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hefur verið að gera það gott í Hollywood undanfarin ár.

Ásamt því að farða fyrir stórar kvikmyndir hefur hún einnig farðað stjörnur á borð við Kristen Wiig, Scarlett Johansson og Cate Blanchett fyrir rauða dregilinn og séð um förðunina í stórum tískuþáttum.

- Auglýsing -
Heba farðaði Kristen Wiig fyrir Golden Globe árið 2017. Mynd / EPA

Stílistinn Þóra Valdimarsdóttir er áberandi innan tískubransans um þessar mundir en hún starfar sem listrænn stjórnandi fyrir Rotate Birger Christensen.

Þóra þykir afar smart í klæðnaði en tæplega 90 þúsund manns fylgja henni á Instagram. Þóra starfaði áður sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume.

Þóra Valdimarsdóttir. Mynd / Rotate Birger Christensen

- Auglýsing -

 

Edda Guðmundsdóttir

Stílistinn Edda Guðmundsdóttir hefur unnið sem stílisti í Bandaríkjunum í áraraðir.

Hún hefur unnið með mörgum stórstjörnum í gegnum tíðina. Sem dæmi má nefna Alicia Keys, Christina Aguilera, Taylor Swift, Lady Gaga og Bebe Rexha

Þá hefur Edda einnig stíliserað Björk mikið, meðal annars á tónleikaferðalögum.

 

 

Edda hefur t.d. stíliserað tónlistarkonuna Bebe Rexha fyrir stóra viðburði. Mynd / EPA

Katrín Alda Rafnsdóttir, hönnuðurinn á bak við skómerkið KALDA, hefur náð afar góðum árangri á skömmum tíma. Sem dæmi um góðan árangur þá fást KALDA-skórnir til dæmis núna í Selfridges, Browns, Liberty og Harvey Nichols en þetta eru nokkrar af stærstu hönnunarverslunum Bretlands.

https://www.instagram.com/p/B6yKObuAwdl/

Skór frá KALDA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -