2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Nokkur góð gönguráð

Hvort sem þú ætlar upp fjall eða eftir skemmtilegum jafnsléttum stígum er alltaf gaman að ganga í náttúru landsins. Mikilvægt er þó að undirbúa og skipuleggja sig vel. Hér eru nokkur góð ráð.

Það er alltaf öruggast að fara í fjallgöngu með að minnsta kosti tveimur öðrum.

Hver göngugarpur þarf að vera með kort og áttavita í bakpoka sínum – og að sjálfsögðu kunna að nota þau.

Skoðið kort og stígaleiðir vel áður en haldið er af stað þannig að þið vitið hvert þið eruð að fara. Ákveðið einhvern ákveðinn tíma sem þið munuð snúa við og halda aftur til bæjar, sama hvað tautar og raular.

AUGLÝSING


Skjótt skipast veður í lofti og því er mikilvægt að vera við öllu búinn, pakkaðu hlýrri peysu og regnheldum jakka í bakpokann ásamt hlýjum aukasokkum og húfu.

Pakkaðu að minnsta kosti tveimur lítrum af vatni á haus á dag.

Ekki klæðast bómull því hún heldur svo í vökva, vertu frekar í gerviefnum sem hrinda vökva frá húðinni eða ull sem er enn þá hlý þó að hún blotni.

Verðu þig gegn sólinni því hún verður sterkari því ofar sem þú gengur.

Vertu með sjúkrakassa eða einhvers konar birgðir sem þú getur gripið til ef minniháttar slys verða á leiðinni.

Góðir skór gera gæfumun.

Vertu í góðum skóm, vinsældir léttra og lipurra gönguskóa hafa aukist undanfarin ár. Passaðu bara að fara aldrei í lengri göngu í glænýjum skóm, gakktu þá fyrst til með nokkrum styttri ferðum.

Vertu í nælonsokkum innan undir göngusokkunum til að minnka núning og þar með hættuna á því að fá blöðrur og sár.

Pakkaðu nægu og orkuríku nesti til að draga úr þreytu. Samlokur með hnetusmjöri, flatkökur með kæfu, orkustykki, bananar og fleira er gott að hafa með sér.

Láttu einhvern vita hvert ferðinni er heitið. Einnig er sniðugt að nota 112-appið sem leyfir þér að tékka inn reglulega og skrá þar með staðsetningu þína samkvæmt GPS.

Veljið erfiðleikastig göngunnar eftir þeim óreyndasta í hópnum. Það er ekki gaman að þurfa að snúa við vegna þess að einhver ræður ekki við stíginn sem hefur verið valinn.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is