2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sporðdrekinn: Tortrygginn og hefur enga þolinmæði fyrir bulli

Hinn dularfulli, beinskeytti og klári sporðdreki á afmæli um þessar mundir (23. október – 21. nóvember).

 

Sporðdrekinn finnur sterkt fyrir lífinu en hann sér lífið sem vígvöll sigra og ósigra. Annað hvort sigrarðu eða tapar. Hann er allt eða ekkert en yfirleitt er hann allt því sporðdrekinn stendur oftar en ekki uppi sem sigurvegari í lífinu því hann er svo gífurlega gífurlega þrjóskur og þrautseigur. 

Tortrygginn í leit að sálufélaga

Joaquin Phoenix, 28. október, 1974. Sporðdrekanum býður við yfirborðsmennsku. Hann vill bara vita sannleika alls.

Sporðdrekinn er tortrygginn. Fólk er sekt þangað til búið er að sanna annað. Hann er tortrygginn vegna þess að hann skilur og finnur dýpri og ljótari hliðar lífsins. Þar af leiðandi er hann oft á tíðum alvörugefinn. Sporðdrekinn vill rannsaka. Hann vill skoða, greina og sjá samhengi hlutanna. Hann vill skilja lífið á alla kanta og fara djúpt. Hann leitar í sálarlega tengingu við maka sinn og vill fremur vera einhleypur í kofa upp í fjöllum en að eiga maka sem ekki er sálufélagi hans, hin eina sanna ást og þegar sporðdreki elskar elskar hann eins og enginn hafi elskað áður en hann myndi aldrei láta bera á því nema kannski í návist elskhuga síns eingöngu.    

Metur einkalíf og þarf að skapa

AUGLÝSING


Hin grátandi kona eftir sporðdrekann Pablo Picasso, 25. október.

Sporðdrekinn er skapandi vegna þess að hann þarf að skapa. Hann skapar frá undirmeðvitund sinni og innsæi. Hann skapar til að losa um bældar tilfinningar og ástríður. Sporðdrekinn er gífurlega ástríðufullur en á sama tíma hlédrægur. Þar af leiðandi getur myndast spenna í orku hans sem gerir hann ómótstæðilegan í augum annarra. Þar sem hann er hlédrægur og dularfullur verður fólk einnig mjög áhugasamt um hann.

Kaldhæðnin hér er sú að sporðdrekinn vill vita allt um alla því hann treystir engum nema sjálfum sér, hann er rannsakandi eins og fram hefur komið, rannsóknarlögregla. Hann vill vita allt um alla inn í dýpstu kima en hleypir ekki nema kannski einni manneskju að kjarna sínum. Það er því ólíklegt að þú munir einhvern tíma þekkja sporðdreka. Hann vill eiga sín leyndarmál og kann ekki að meta fólk sem slúðrar og ber ekki virðingu fyrir einkalífi annarra. Einkalíf sporðdrekans er honum gífurlega mikilvægt. Ef sporðdreki býður þér heim veistu að þú hefur eitthvað til brunns að bera að mati hans. 

Fínir með fjármál og klárir að eðlisfari

Anna Wintour, 3. nóvember 1949.  Mynd / Epa

Sporðdrekinn er gífurlega metnaðargjarn ásamt því að vera mjög glöggur og lúnkinn. Hann er eina merki dýrahringsins sem er gáfað að eðlisfari og þarf því vanalega ekki að hafa mikið fyrir því að læra. Sporðdrekinn býr yfir mikilli visku ásamt því að vera mjög þrjóskur og ákveðinn með góða einbeitingu. Þangað sem hann ætlar sér fer hann. Ekkert kjaftæði. Sporðdrekinn hefur enga þolinmæði fyrir afsökunum, væli og bulli. Hann er það merki sem hefur bæði hæfileika á listrænum sviðum sem og á sviði fjármála.

Eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir velgengni sporðdrekans er sjálfstortímingarhvöt hans. Sporðdreka má ekki aðeins finna í sköpun og viðskiptum heldur einnig í störfum sálgreina eins og sálfræðinga og geðlækna. Þá eru sporðdrekar einnig líklegir vísinda- og rannsóknarlögreglumenn eins og fram hefur komið.

Sporðdrekinn er góður starfsmaður. Hann er vinnusamur, ábyrgur og fljótur að læra. Þá er líklegt að sporðdrekar sinni stjórnendastöðum án þess þó að sækja í þær sérstaklega. 

Meira um sporðdrekann og hin merkin inn á Facebook og eða Instagram síðu Fanney – Stjörnuspeki.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is