2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Vatnið á erfitt með hlutleysi og eldurinn brennur brýr – Lestu um þitt frumefni hér

Í hverju og einu stjörnumerki býr frumefni sem hefur áhrif á kraft þess. Frumefnin eru fjögur. Eldur, jörð, loft og vatn, í þessari röð. Merkin tólf skiptast síðan niður á þessi fjögur frumefni. Frumefnin tengja ákveðin stjörnumerki innbyrðis. Krabbi, sporðdreki og fiskar eru ólík að mörgu leyti en það sem sameinar þau er kraftur vatnsins; viska, innsæi og næmni. 

 

Þegar við skoðum stjörnukortið okkar í heild er hægt að sjá hvernig frumefnin raðast niður hjá okkur. Þú getur t.d. verið meyja (jörð) með ríkjandi frumefni vatn í þínu korti. Í þessum pistli erum við hins vegar einungis að skoða frumefnin út frá afmælismerkinu/sólarmerkinu. Sólin er grunneðli, kjarni og lífsorka, hver við erum í okkar fyllstu einlægni. Frumefnið sem fylgir sólarmerkinu er því ansi sterkt og ættir þú því að fá nokkuð góða lýsingu á þínum innri krafti. 

Frumefnin fjögur. Stjörnukortið okkar getur sýnt hvort ójafnvægi sé á frumefnum okkar. 

Frumefnin fjögur og eiginleikar þeirra   

AUGLÝSING


Eldur. Hrútur (21. mars – 19. apríl). Ljón (23. júlí – 22. ágúst). Bogmaður (22. nóvember – 21. desember).

Eldurinn er andinn. Eldmóður. Framkvæmdarorka. Hann stendur fyrir hvatvísi og hvatningu, stundum fljótfærni. Hann er úthverfur (e. extroverted). Eldurinn er einlægur, hlýr og ástríkur. Eldurinn er ekki langrækinn því hann er fljótur að ferðast um en getur á sama tíma brennt brýr að baki sér ef hann fer of geyst yfir. 

Jörð. Naut (20. apríl – 20. maí). Meyja (23. ágúst – 22. september). Steingeit (22. desember – 19. janúar).

Jörðin er líkaminn. Þessi merki finna fyrir og upplifa líkama sinn sterkt. Þau eru jarðbundin og eiga gott með líkamlega vinnu. Hér kemur fyrir dugnaður, samviskusemi og fótfesta en einnig þrjóska og varkárni.  

Loft. Tvíburi (21. maí – 20. júní). Vog (23. september – 22. október). Vatnsberi (20. janúar – 18. febrúar).

Loftið er hugurinn. Kraftur þessara merkja kemur frá hugaraflinu. Rökhugsun, hugmyndaflæði og hlutleysi. Horft er á menn og málefni út frá hlutleysi fremur en tilfinningum. Loftið er úthverft og félagslynt. 

Vatn. Krabbi (21. júní – 22. júlí). Sporðdreki (23. október – 21. nóvember). Fiskar (19. febrúar – 20. mars).

Vatnið eru tilfinningar. Vatnið kafar inn á við og er því innhverft (e. introverted). Vatnið er einnig ímyndunarafl sem þessi merki geta notað í sköpun. Vatnið umlykur og er næmt á tilfinningar annarra. Vatnið getur því annast og nært. Vatnið á erfitt með hlutleysi og horfir á lífið út frá tilfinningum og því sem það finnur.

Meira um stjörnumerkin inn á Facebook og eða Instagram síðu Fanney – Stjörnuspeki. Fyrir áhugasama um stjörnukort er hægt að panta slíkt í gegnum þessa samfélagsmiðla eða hringja í s. 868-4102.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is