2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Daði og Gagnamagnið fá toppeinkunn frá Eurovisionnördum

William og Deban, tveir umsjónarmenn Wiwibloggs, gefa Eurovisionatriði Daða og Gagnamagnsins toppeinkunn í nýju myndbandi. Í myndbandinu má sjá þá horfa á framlag Íslands í Eurovision.

Þeir eru hrifnir af atriðinu og segja Daða syngja vel. „Hann getur raunverulega sungið, það er svo mikilvægt.“

Þeir eru sammála um að atriðið minni á 80‘s tölvuleik og lýsa því sem krúttlegu og skemmtilegu. Lagið fær toppeinkunn og líka búningarnir.

„Þetta er svo nördalegt. Ég elska það,“ segir William í myndbandinu.

AUGLÝSING


Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is