„Ég er algjört Skunk Anansie fan“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Katrín Ýr og Erla Stefánsdóttir heiðra konur í rokki með tónlistarveislu á Hard Rock Café laugardaginn 2. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og árabil lagalistans er mjög breitt og lofa þær veislu.

 

 

„Við höfum þekkst í yfir 20 ár og höfum sungið saman. Erla var í heimsókn hjá mér og við vorum að velta upp hvað við gætum gert saman, sem okkur fyndist gaman og væri ekki búið að gera hér áður,“ segir Katrín Ýr. „Við fórum að rifja upp lög sem við hlustuðum á og fannst skemmtileg og þannig varð hugmyndin að viðburðinum til.“

Katrín Ýr sér að mestu um sönginn, en Erla sem er bassaleikari mun einnig syngja. „Strákarnir í hljómsveitinni syngja líka bakraddir þannig að þetta verður veisla.“

Erla og Katrín Ýr

Árið eina í London er orðið að þrettán

Katrín Ýr býr í London þar sem hún vinnur við tónlist í fullu starfi, upphaflega ætlaði hún að vera í ár, en árin eru orðin þrettán. „Ég flutti út í ársnám, kom heim og fór síðan aftur til að taka þriggja ára tónlistargráðu og kom svo ekkert heim aftur. Ég sá að ég gat unnið við tónlistina í fullu starfi hér úti, sem mér hafði ekki dottið í hug áður. Ég hef ekki, þannig séð, verið mikið í tónlist hér hema fyrir utan að ég söng á Celtic og Hressó fyrir 15 árum.

Breitt laga- og áraval

Á lagalistanum eru meðal annars lög með Janis Joplin, Bonnie Tyler, Skunk Anansie, Evanescence og Paramore, auk Tinu Turner og Anouk, þannig að tímabilið er ekki eitthvað ákveðið að sögn Katrínar Ýrar. „Við vorum með svaðalegan lista sem við höfum minnkað niður og rifjuðum upp lög sem við vorum búnar að gleyma eða ekki heyrt lengi,“ segir Katrín Ýr.

Aðspurð um hvort að hún eigi sér uppáhaldskonu í rokki stendur ekki á svari. „Ég er algjört Skunk Anansie fan, ég hef séð þau „live“ fimm sinnum, mér finnst Skin æðisleg söngkona og þau eru uppáhalds síðan ég var 15 ára. Svo er Tina Turner alltaf algjör drottning.“

Viðburður á Facebook.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira