2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Endurómur íslenska sönglagsins

Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Hildigunnur Einarsdóttir messósópran halda tónleika í Mengi annað kvöld, föstudagskvöldið 29. nóvember.

 

Á þessum tónleikum verður íslenska sönglagið skoðað allt frá fyrsta íslenska sönglaginu sem vitað er um, til tónsmíða 20. aldar, til splunkunýrra tónsmíða Páls Ívans frá Eiðum sömdum sérstaklega fyrir þetta tilefni. Hann mun velta fyrir sér arfleifð íslenska sönglagins og enduróma það í samtímanum.

Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía hafa getið sér gott orð fyrir lifandi og einlæga túlkun íslenskra sönglaga. Þær hafa áður lagst í rannsóknarvinnu á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar en í framhaldi af því kom út diskur með nýjum útsetningum Hjartar Ingva Jóhannsonar á þeim 2014. Báðar hafa þær einnig haft sérstakan áhuga á höfundarverki Jórunnar Viðar, Hildigunnur hefur flutt verk hennar meðal annars á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Guðrún Dalía gefið út geisladisk með öllum útgefnum lögum tónskáldsins á 90 ára afmæli hennar. Nýverið fluttu Hildigunnur og Guðrún Dalía ljóðaflokkinn Svartálfadans eftir Jón Ásgeirsson á afmælisári hans. Þessi tónskáld eiga sérstakan sess á efnisskránni sem einnig skartar meðal annars söngperlum Sigvalda Kaldalóns og Páls Ísólfssonar ásamt nýjum sönglagaflokki Páls Ivans frá Eiðum.

Tónleikarnir hefjast kl. 21, en húsið opnar kl. 20.30. Miðaverð er 2.500 kr.

AUGLÝSING


 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is