Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hátíðirnar sem fá tíu milljónir í styrk á ári frá Reykjavíkurborg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórar borgarhátíðir fá 10 milljónir í styrk frá Reykjavíkurborg næstu þrjú árin.

 

Tilkynnt hefur verið um hvaða borgarhátíðir urðu fyrir valinu hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem fá styrk frá Reykjavíkurborg næstu þrjú árin.

Hinsegin dagar – Reykjavík Pride, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival eru hátíðirnar sem hljóta styrk.

Hinsegin dagar – Reykjavík Pride, Hönnunarmars, Iceland Airwaves og RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hljóta tíu milljónir króna hver á ári.

Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival hljóta fimm milljónir króna hvor á ári og eru þær nýjar í hópi borgarhátíða er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.

Þar segir að hlutverk borgarhátíða sé meðal annars að „efla menningu og mannlíf í Reykjavík en þær þurfa jafnframt að uppfylla ýmis önnur skilyrði, svo sem að vera aðgengilegar og sýnilegar, vera með alþjóðlega tengingu og uppfylla kröfur um fagmennsku og gæði“.

- Auglýsing -

Þess má geta að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hafði umsögn frá faghóp til hliðsjónar þegar hátíðirnar voru valdar. Faghópurinn var skipaður fulltrúum frá Bandalagi íslenskra listamanna, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum verslunar og þjónustu og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -