2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Jón Viðar um Eurovisionmyndina: Lummó bíó

Leikhúsgagnrýnandinn skeleggi, Jón Viðar Jónsson, er ekki par hrifinn af Eurovisionmynd Wills Ferrell sem hefur vakið mikla gleði landans undanfarna daga. Jón Viðar birtir dóm um myndina á Facebook-síðu sinni undir fyrirsögninni Lummó bíó þar sem hann tætir myndina í sig, segir hana klisjukennda og söguþráðinn of banal til að vekja áhuga. Einnig þykir honum myndin sem dregin er upp af Íslendingum ansi klén og segir: „Myndin af mörlandanum er raunar svo neikvæð og ýkjukennd (að svo miklu leyti sem er hægt að tala um sérstaka „mynd“ af þjóðinni) að það er freistandi að fara í þjóðernisgírinn og spyrja hvort höfundi kvikmyndarinnar, Will nokkrum Ferell, sé eitthvað sérstaklega í nöp við okkur, eða kannski Skandinava upp til hópa,“ og bætir við innan sviga að Ferrell muni vera giftur sænskri konu.

Jón Viðar gefur þó myndinni prik fyrir að vera vel unnin og segir mikið í hana lagt: „En mikið er í þetta lagt, tækni, klippingu og sviðsetningu, það vantar ekki, sumir leikaranna fantagóðir (ekki þó Ferrell sem er undarlega ósympatískur í aðalhlutverkinu) og atriðin úr Juróvisjón eru glæsilega útfærð. … Synd bara að útkoman skuli ekki vera burðugri en þetta,“ segir leiklistargagnrýnandinn og klikkir út með að gefa myndinni eina stjörnu.

https://www.facebook.com/leikminjar

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is