Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Kór Lindakirkju afhenti Eitt líf hálfa milljón

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kór Lindakirkju bauð til tónlistarveislu sunnudaginn 3. nóvember. Flutt var blanda af kraftmikilli gospeltónlist undir dyggri stjórn Óskars Einarssonar.

 

Einsöngvarar úr röðum kórfélaga stigu á stokk og hljómsveitin var skipuð: Óskar Einarsson, píanó, Páll E. Pálsson, bassi, Brynjólfur Snorrason, slagverk og Andreas Hellkvist, hammond.

Aðgangur á tónleikana var ókeypis en tekið var við frjálsum framlögum til styrktar forvarnarverkefninu Eitt líf/Minningarsjóði Einars Darra.

Viku seinna, sunnudaginn 10. nóvember mætti síðan faðir Einars Darra, Óskar Vídalín, og tók við hálfri milljón sem kór Lindakirkju safnaði fyrir Eitt líf/Minningarsjóð Einars Darra. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir sá um afhendingu á söfnunarfénu fyrir hönd kórsins.

Ásta Sóllilja afhendir Óskari söfnunarféð.

Lindakirkja var upplýst að utan í bleikum lit sem var uppáhaldslitur Einars Darra, bæði á tónleikunum og sunnudaginn 10. nóvember. Lindakirkja er komin með útilýsingu sem lýsir kirkjuna upp og hægt er að velja nokkra liti en bleikur var valinn fyrir Einar Darra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -