2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Lagið er einskonar hefndarsaga

Bum Boy er nýtt lag frá Unu Schram. Lagið er einskonar hefndarsaga.

 

Tónlistarkonan Una Schram gefur út lagið Bum Boy á föstudaginn. Lagið samdi Una í samvinnu við danska rapparann Orla Engstrøm og dönsku trap-tónlistarmennina Rob Smyles og JenneJenne.

„…Una lætur kynferðislega tilburði upptökustjórans (Bum Boy) ekki á sig fá.“

„Bum Boy snertir á viðkvæmum málefnum innan tónlistarbransans sem Una hefur upplifað á eigin skinni. Textinn fjallar um vinnusiðferði milli söngkonu og upptökustjóra sem koma að samstarfinu með ólíkum hvötum. Það má segja að lagið sé einskonar hefndarsaga þar sem Una lætur kynferðislega tilburði upptökustjórans (Bum Boy) ekki á sig fá,“ segir meðal annars í tilkynningu um lagið frá útgáfufyrirtækinu Les Fréres Stefson. Danski rapparinn Orla Engstrøm er í hlutverki upptökustjórans í laginu.

Lagið Bum Boy kemur út á föstudaginn.

AUGLÝSING


Lagið Get Away kom nýverið út.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is