Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Þetta er skemmtilegasta kvikmyndahátíðin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði um helgina, 7.-10. júní. Á hátíðinni í ár verða frumsýndar fjórtán íslenskar heimildamyndir og kynnt verða sex verk í vinnslu.

Kristín Andrea Þórðardóttir, önnur framkvæmdastýra hátíðarinnar, er afar spennt fyrir helginni. „Hátíðin er fyrir bæði bransafólk og áhugafólk um heimildamyndir og almenn skemmtilegheit,“ segir Kristín þegar hún er spurð út í fyrir hvern Skjaldborg sé. „Hér kemur saman fjölbreyttur hópur sem samanstendur af reynsluboltum, byrjendum og kvikmyndaáhugafólki. Stemmningin er alltaf jafn skemmtileg.“

Frítt í bíó

Að sögn Kristínar tekur heimafólkið alltaf vel á móti skipuleggjendum og gestum hátíðarinnar. „Við gerum alltaf hálfgerða kvikmyndainnrás í plássið einu sinni á ári og heimamenn taka alltaf vel á móti okkur. Sumir segja líka að við komum með sumarið,“ útskýrir Kristín og hlær.

„Sumir segja líka að við komum með sumarið.“

Þess má geta að ókeypis er á hátíðina. „Það er frítt í bíó. Við viljum hafa það þannig til að draga sem flesta að og allir ættu að geta skellt sér á allavega eina mynd. En svo höfum við til sölu armband sem gildir sem aðgöngumiði inn á tvær matarveislur, eitt partý og lokaballið og svo er frítt í sund fyrir armbandshafa,“ segir Kristín og bendir áhugasömum að kynna sér málið nánar á vef hátíðarinnar.

Hátíðin verður sett í Skjaldborgarbíó kl 20:30  á morgun föstudaginn 7.júní .

Kristín tekur fram að ballið njóti alltaf mikilla vinsælda. „Fólk kemur hvaðanæva af landinu, bara til að mæta á ballið. Þannig að það er góð vísbending um hversu skemmtilegt það er alltaf,“ segir Kristín og skellir upp úr.

Gengið á ballið í skrúðgöngu

- Auglýsing -

Hátíðin er sett annað kvöld og að vanda er Ragnar Ísleifur Bragason kynnir. „Hann er orðinn ómissandi partur af hátíðinni. Hann hefur skapað sínar litlu hefðir eins og að hafa það sem fyrsta verk þegar hann kemur vestur að fá sér tebolla með Einari smíðakennara sem sér um að hanna áhorfendaverðlaunin Einarinn. Inn í dagskránna fléttast margar skemmtilegar hefðir sem hafa fest sig í sessi í gegn um tíðina, til dæmis skrúðgangan sem við göngum fylktu liði í upp í félagsheimili á lokakvöldinu til að starta ballinu. Þetta er ákveðin töfraformúla sem virkar.“

„Inn í dagskránna fléttast margar skemmtilegar hefðir sem hafa fest sig í sessi í gegn um tíðina.“

Hátíðin verður sett í Skjaldborgarbíó kl 20:30  á morgun föstudaginn 7.júní og áhugasamir geta kynnt sér þær myndir sem eru sýndar á hátíðinni á vef Skjaldborgar.

Gengið á ballið í skrúðgöngu.

Opnunarmyndin verður Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur sem fjallar um hjónin Steinu og Woody Vasulka sem eru frumkvöðlar í vídeólist. Þau hafa haft ótvíræð áhrif á þróun seinni endurreisnar tímabilsins í listum en núna eru þau í fjárkröggum og vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Fyrir tilviljun eru þau enduruppgötvuð af listaheiminum sem þau töldu sig aldrei hluta af og skjótast aftur upp á stjörnuhimininn. Þess má geta að Vasulka hjónin voru heiðursgestir Skjaldborgar árið 2017.

- Auglýsing -

„Þetta er skemmtilegasta kvikmyndahátíðin. Ég ætla að leyfa mér að segja það,“ segir Kristín hlæjandi að lokum.

Myndir / Atli Már Hafsteinsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -