2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Nám í sviðslistum í undirbúningi

Undirbúningur fyrir nýja námsbraut; kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir gengur vel en um samstarf Menntaskólans á Akureyri og Leikfélags Akureyrar er að ræða.

 

Vala Fannell, verkefnastjóri brautarinnar, segir gott að finna metnaðinn og viljann frá LA og MA. „Við höfum fundið fyrir töluverðum áhuga frá ungu fólki, námsráðgjöfum grunnskólanna og fólki allstaðar að af Norðurlandi,“ segir Vala sem segir brautina ekki einungis fyrir þá sem vilja verða leikarar.

„Þessi braut er fyrir krakka sem eru í leiklist, dansi, tónlist, tækni eða hönnun en hafa einnig áhuga á leikhúsi. Eftir námið hafa nemendur fengið sterkan grunn til að mennta sig áfram í list sinni en eru einnig vel undirbúnir fyrir almennt háskólanám.“

Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans, er spenntur fyrir nýju brautinni. „Okkur í MA fannst vanta námsframboð í sviðslistum og vildum auka úrval skapandi greina. Nemendur hafa kallað eftir þessu og þetta er spennandi verkefni.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is