Sigurður Guðjónsson fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2021

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson verður fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2021. Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir vídeooverk.

Sigurður á yfir tuttugu einkasýningar að baki. Hans nýjasta verk ber titilinn Enigma og verður verkið meðal annars til sýnis í Kennedy Center í Washington, Adler Planeterium í Chicago og Carnegie Hall í New York á umfangsmikilli sýningarvegferð sinni um heiminn sem nú stendur yfir.

Valið á fulltrúa Íslands á Feneyjartvíæringnum var í hönd­um fagráðs Kynn­ing­armiðstöðvar ís­lenskr­ar mynd­list­ar. Fagráðið skipa þau Helga Björg Kjer­úlf, fram­kvæmda­stjóri Kynn­ing­armiðstöðvar­inn­ar; Ásdís Spanó mynd­list­armaður og Ágústa Kristó­fers­dótt­ir, for­stöðumaður Hafn­ar­borg­ar — menn­ing­ar- og listamiðstöð Hafn­ar­fjarðar. Gest­ir nefnd­ar­inn­ar voru Heiðar Kári Rann­vers­son sýn­ing­ar­stjóri og Sig­urður Árni Sig­urðsson mynd­list­armaður.

Sigurður stundaði nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn 1998-1999, Listaháskóla Íslands 2000 -2003 BA og Akademie Der Bildenden Kunste í Vínarborg 2004. Verk hans má kynna sér á vef hans, sigurdurgudjonsson.net.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...