Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stofnaði undirskriftalista í von um að bjarga Bíó Paradís – „Þetta er ekki bara bíóhús“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Vilhelm Neto hefur sett á laggirnar undirskriftalista á Ísland.is undir yfirskriftinni Björgum Bíó Paradís. Með undirskriftalistanum vill hann vekja athygli á starfseminni sem fer fram í Bíó Paradís. Hann segir hana afar mikilvæga fyrir menningarlíf miðbæjarins.

Spurður nánar út í undirskriftalistann segir Vilhelm: „Með honum langar mig að sýna yfirvöldum að það er mikill áhugi hjá fólki að halda þessu menningarhúsi í miðbænum. Pælingin er sú að hvetja stjórnvöld til koma með eitthvað inngrip.“

Líka verið að kalla á athygli leigusala

Í síðustu viku var greint frá því að Bíó Paradís hefur sagt upp öllum starfsmönnum og komi til með að loka 1. maí. Ástæðan er hækkandi húsaleiga. Í Mannlífi sem kom út á föstudaginn sagði Arnar Hauksson, einn eiganda húsnæðisins við Hverfisgötu sem hýst hefur Bíó Paradís í nær áratug, að leiguverðið hafi verið langt frá því sem gengur og gerist í nágrenninu og að lengi hafa verið ljóst að leigan yrði hækkuð.

„Já, það er verið að kalla á athygli leigusala líka….“

Spurður út í hvort tilgangur undirskriftalistans sé að hvetja eigengur húsnæðisins til að hækka ekki húsaleiguna segir Vilhelm: „Já, það er verið að kalla á athygli leigusala líka en mér þykir ólíklegt að þeir taki mark á þessu.“

Meiri fjölbreytni

- Auglýsing -

Vilhelm hefur áhyggjur af því að smátt og smátt sé verið að ýta menningarstarfsemi úr miðbænum. „Þetta er ekki bara bíóhús heldur eru haldnir ýmsir menningarviðburðir í Bíó Paradís. Svo gegnir Bíó Paradís líka mikilvægu hlutverki fyrir grasrótina í íslenskri kvikmyndagerð og fólk sem er að byrja í bransanum,“ segir Vilhelm.

Hann segir bíóið einnig gegna lykilhlutverki í að auka fjölbreytni í kvikmyndaflóruna á Íslandi. „Bíó Paradís er að sýna myndir frá öllum heimshornum, kvikmyndir sem eru yfirleitt ekki sýndar í hefðbundnum kvikmyndahúsum. Það væri hundleiðinlegt að missa þetta.“

1200 undirskriftir yfir helgina

- Auglýsing -

Síðan Vilhelm stofnaði undirskriftalistann á föstudaginn þá hafa rúmlega 1200 sett nafn sitt á listann. „Þetta fer vel af stað. Ég er reyndar búinn að fá smá skammir,“ segir Vilhelm og hlær. „Þegar ég var að stofna listann þá hakaði ég við að aðeins fólk sem býr í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu gætu skrifað undir listann, þannig að ég útilokaði óvart þá sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu. Það voru mannleg mistök hjá mér og Þjóðskrá getur ekki breytt þessu fyrir mig,“ segir Vilhelm.

Áhugasamir geta kynnt sér undirskriftalista Vilhelms hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -