Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

„Þykir óendanlega vænt um Met“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dísella Lárusdóttir syngur og leikur um þessar mundir á sviði Metropolitan-óperunnar í New York hlutverk drottningarinnar Queen Tye í óperunni Akhnaten eftir Philip Glass. Hefur frammistaða Dísellu, annarra söngvara og uppfærslan sjálf hlotið afbragðs dóma.

 

„Þetta ástarævintýri mitt við Met hófst 2007 þegar ég tók þátt í söngvarakeppni sem kallast Metropolitan Opera National Council Auditions. Ég komst í „Finals“ þar og eftir það buðu þau mér samning við Met. Ég fékk svokallaðan „cover“ eða staðgengilssamning 2008, en hvert einasta hlutverk á Met hefur staðgengil, í öllum verkum alltaf! Þannig tryggja þau sýningu þótt einhver sé lasinn, alltaf aukamanneskja tilbúin að stökkva inn ef það gerist,“ segir Dísella.

Hlutverk drottningarinnar er því ekki fyrsta hlutverk hennar í Metropolitan. „Það var 2010 sem þau báðu mig að koma aftur í prufu og buðu mér í framhaldi þrjú „cover“-hlutverk fyrir 2011-2012-tímabilið og 2012-2013-tímabilið fékk ég „debut“-hlutverk. Ég hef sungið fullt af hlutverkum og „coverað“ síðan þá.“

Mamma sem skreppur á „sjó“

Þrátt fyrir að aðalvinnan sé í New York, býr Dísella á Íslandi, í Grafarvoginum nánar tiltekið, með mann, börn og bú. „Við eigum tvo stráka sem eru í grunnskóla og leikskóla svo við lifum „eðlilegu lífi“ þar en mamma skreppur svo þess á milli aðeins „á sjó“ til að vinna. Ég reyni að vera heima eins mikið og ég get og tek ekki hvað sem er að mér,“ segir Dísella, sem sást síðast á sviði hér heima í sýningunni Dívur.

- Auglýsing -

„Ég gaf líka út sjálf mína aðra sólóplötu, Dóttir, og hana má nálgast á vefsíðunni minni, disella.org. Einnig er hægt að nálgast plötuna/diskinn í Pennanum og 12 tónum eða gegnum iTunes eða googleplay, en þar má líka kaupa bara einstaka lag.“

Fjórði Íslendingurinn á sviði Met

- Auglýsing -

Dísella er fjórði Íslendingurinn til að stíga á svið óperuhússins sögufræga. „Sú fyrsta var María Markan, hún söng eina sýningu af greifynjunni úr Brúðkaupi Fígarós tímabilið 1941-1942, skilst mér. Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson hafa sungið þarna líka. Svo ég er fjórði Íslendingurinn sem syngur í þessu merka húsi.“

Dísella á sviði sem drottningin.

Hvernig hafa viðbrögðin verið við verkinu? „Verkinu hefur verið tekið alveg einstaklega vel. Ég eiginlega trúi varla hversu vel því er tekið! Músíkin er ekki fyrir alla, Glass er mjög minimaliskur og tónlistin einkennist af einfaldleika, miklum endurtekningum og í raun fáum hljómum. Þrátt fyrir einfaldleikann í hlustun er mjög krefjandi að syngja og spila Glass. Hámarkseinbeiting verður að vera til staðar allan tímann og sérstaklega fyrir hljómsveitina með arpeggíur nánast allan tímann, þær verða að vera jafnar, hljómar einfalt en er það alls ekki! Svo hefur leikstjórinn Phelim McDermott gert sýninguna að algjöru augnakonfekti, búningarnir eru dýrðlegir í höndum Kevin´s Pollard og svo er jugglaragrúppa þarna undir stjórn Sean Gandini´s og þau eru öll ótrúlegir fjöllistamenn.“

En hvernig er að syngja í þessu sögufræga húsi? „Það er algjörlega dásamlegt að syngja og almennt að vinna á Met. Þar sem þetta er orðið svona mitt heimahús þykir mér óendanlega vænt um húsið og allt starfsfólkið hér,“ segir Dísella. „Í fyrsta sinn sem ég söng hér var ég mjög stressuð og hrædd, húsið er svo svakalega stórt, enda sæti fyrir 4000 manns. Maður getur ekki ímyndað sér að röddin nái til allra sætanna, en með réttri tækni þá gerir hún það og nú er maður farinn að treysta þessu. Met er alveg toppurinn, fagfólk í hverju einasta horni að aðstoða mann við að gera sitt besta, allir með fyrirmyndar fagmennskuvinnubrögð og svo bara á ég orðið svo marga vini þarna líka.“

Sambíóin munu sýna Akhnaten 23. nóvember, sjá hér.

Myndir / Aðsendar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -