Tímakista Andra Snæs hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason hefur verið valin ein af bestu alþjóðlegu bókunum 2020. Bandarísku samtökin USBBY, sem eru bandaríska útgáfan af IBBY, settu saman lista yfir 42 bækur í fjórum aldursflokkum.

 

Tímakistan er ein af sjö bókum sem varð fyrir valinu fyrir aldurshópinn 13+. Það er því mikill heiður fyrir Andra Snæ og þýðendur bókarinnar, þau Björgu Árnadóttur og Andrew Cauthery, að fá þessa viðurkenningu.

Tímakistan kom út á Íslandi árið 2013.

Ár hvert velja samtökin bestu alþjóðlegu bækurnar sem eru þýddar bækur gefnar út í Bandaríkjunum. Dómnefndin velur bækur eftir ákveðnum forsendum en þær þurfa að vera með þeim bestu í heiminum, kynna bandaríska lesendur fyrir frábærum höfundum frá öðrum löndum, hjálpa börnum í Bandaríkjunum að sjá heiminn í nýju ljósi, hafa sjónarhorn sem er sjaldgæft í bandarískum barnabókmenntum, hafa sérstæðar menningarlegar vísanir og auðlesnar fyrir bandarísk börn.

Hér má sjá þær bækur sem komust á listann í ár.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...