2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tökur hafnar á glæpaþáttaröðinni Systraböndum

Tökur eru hafnar á nýrri sjónvarpsþáttaröð sem nefnist Systrabönd og Sagafilm framleiðir. Leikstjóri þáttanna er Silja Hauksdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir fara með aðalhutverkin og handritshöfundar eru Jóhann Ævar Grímsson, Björg Magnúsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Silja Hauksdóttir.

Samkvæmt frétt  á vefsíðu Variety er sögusvið þáttanna til skiptis Reykjavík nútímans og lítið sjávarþorp úti á landi frá tíunda áratug síðustu aldar til okkar daga. Sagan snýst um þrjár konur sem neyðast til að horfast í augu við fortíð sína þegar líkamsleifar þrettán ára stúlku finnast tuttugu og fimm árum eftir að hún hvarf. Það er síðan lögreglukonan Vera sem fær það hlutverk að leiða rannsóknina á hvarfi og dauða stúlkunnar og sú rannsókn leiðir hana fljótlega á slóð kvennanna þriggja.

Þættirnir verða sex og munu verða sýndir í Sjónvarpi Símans og á Viaplay árið 2021.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is