2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Már Gunnarsson með tónleika í kvöld: Taka mið af ástandinu í þjóðfélaginu

Már Gunnarsson heldur tónleikana Alive ásamt fríðu föruneyti í Stapa í kvöld. Í samtali við Mannlíf segir hann að tónleikarnir taki mið af ástandinu í þjóðfélaginu.

„Hljómsveitin kom til landsins á mánudagskvöld og síðustu dagar hafa verið æðislegir í góðum félagskap þessara vina minna. Æfingar hafa gengið frábærlega og allir í okkar teymi eru mjög spenntir fyrir kvöldinu,“ segir Már Gunnarsson, tónlistarkappi og sundkappi, sem heldur tónleika í Stapanum í kvöld, ásamt fríðu förneyti.

Meðal þeirra sem koma fram ásamt Má á tónleikunum eru hljóðfæraleikarar frá Póllandi, systir hans Ísold Antonsdóttir, sem vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsons og söngkonan Sigríður Thorlacius.

Spurður hvers konar tónlist verði flutt á tónleikunum segir Már að tónlistarstíllinn verði fjölbreyttur, rokk, popp, country, latino, rapp, dægurlaga tónlist og instrumental-músík og því vonandi eitthvað við allra hæfi.

AUGLÝSING


Þið hafið s.s. ákveðið að halda tónleikana? „Já við tókum þá ákvörðun að halda ótrauð áfram okkar strike,“ svarar hann.

Már segir að auðvitað setji kórónuveiran áveðið strik í reikninginn hjá þeim eins og hjá öllum öðrum viðburðahöldurum. „En í staðinn fyrir að aflýsa kvöldinu vildum við frekar tækla dæmið með jákvæðum hætti til þess að allir nái að njóta, bæði við á sviðinu og þeir sem fylgjast með. Þannig að þeir sem vilja vera á staðnum býðst að mæta í salinn – og við gerum ráð fyrir því að fólk nái að dreifa sér um salinn og upp á svalir svo að það þurfi ekki að sitja með næsta mann í fanginu.“

Hann segir að jafnframt hafi verið tekin ákvörðun að vera með beina útsendingu frá kvöldinu. „Tónleikarnir verða líka í beinni útsendingu á Facebooksíðu Víkurfrétta. Þannig geta þeir sem ekki treysta sér til að mæta haft það huggulegt með tónleika heima í stofu.“

Húsið og barinn opnar 18.30 en sýningin hefst klukkan 19.30 og stendur yfir í tæpar tvær klukkustundir með 15 mínútna hléi. Miðaverð er 3.900 krónur.

Már var í forsíðuviðtali Mannlífs í byrjun árs, hér má lesa hluta af því viðtali: Enginn tími fyrir samband: „Hugsa ekki um slíkt fyrr en á næsta ári“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum