Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Listhópar Hins Hússins hefjast handa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Listhópar Hins Hússins er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar og Hins Hússins þar sem ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma sínum eigin listrænu hugmyndum í framkvæmd. Valdir hópar eða einstaklingar hafa síðan átta vikur yfir sumartímann til að vinna að verkum sínum, sýna afraksturinn og kynnast öðru listafólki.

Heilmikið af ungu og efnilegu listafólki stígur sín fyrstu skef á listabrautinni með starfi í listhópum en flestir umsækjenda í ár stunda nú þegar listnám á háskólastigi og eru því vel á veg komin að vera fagfólk í listum. Listhóparnir eru því löngu orðnir ómissandi hluti af iðandi sumarlífi Reykjavíkur og sjá má andlit fyrri þátttakenda í mörgum menningarviðburðum landsins.

Listræn

Fjölmargar góðar og vel unnar umsóknir bárust inn í ár en ekki komast allir að sem vilja en það er ljóst að ungt listafólk er frjótt og fullt af hugmyndum.

Verkefni hópanna sem voru valin eru fjölbreytt og einkennast af miklum metnaði og sköpunargleði. Starf þeirra gefur okkur tilefni til að líta upp frá amstri hversdagsins og upplifa óvænt stefnumót við listagyðjuna. Sumarið er tíminn þar sem allt getur gerst en það verður áhugavert að fylgjast með hópunum og afrakstri þeirra.

Listin fær að blómstra í sumarsólinni á götum Reykjavíkurborgar en hóparnir munu sýna brot úr vinnu sinni á svokölluðum Föstudagsfiðrildum sem verða haldin 12. og 26. júní, og 10. júlí, en lokahátíð hópanna sem kallast Vængjasláttur verður haldinn 16. júlí.

Frekari upplýsingar um uppákomur verða birtar á Facebook-síðu listhópanna. 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -