Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Bjarni rís gegn meirihlutanum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bjarni Jónsson, alþingismaður Vinstri-grænna, þarf að standa í undarlegri baráttu innan ríkisstjórnarmeirihlutans sem hann styður. Nokkur flokkssystkini hans, ásamt Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hafa komið sér saman um að færa mögulega virkjun Héraðsvatna úr verndarflokki í nýtingarflokk. Bjarni andmælir þessu kröftuglega og segist aldrei fallast á neitt slíkt sem geti ógnað jökulsánum í Skagafirði.

Hann neitar að undirrita álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar sem opnar á virkjun á þessum viðkvæmu slóðum. Greinilegt er að þarna er kominn eldhugi á sviði umhverfismála og öldungis óvíst að virkjanafólkið nái að koma tillögu sinni í gegnum þingið. Bjarni er reyndar sonur baráttumannsins Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem gjarnan fór ótroðnar slóðir og kom meðal annars á strandveiðikerfi í þágu sjómanna, við mikinn kurr og harmagrát stórutgerðarinnar.

VG er stofnað með það að leiðarljósi að standa vörð um náttúruna og spyrna gegn hverskonar óþurftarverkum sem valdið geta skaða. Það er þó allur gangur á einlægni flokksmanna. Sem dæmi  má nefna að Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, var einlægur stuðningsmaður þess að Hvalá á Ströndum yrði virkjuð með tilheyrandi umhverfisspjöllum og fór þannig gegn skoðunum Katrínar Jakobsdóttir, formanns VG. Þá studdi Lilja eindregið fiskeldi í sjó á Vestfjörðum sem að mati margra umhverfissinna felur í sér gríðarlega mikinn sóðaskap. Það er allur gangur á umhverfismálunum hjá VG …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -