Föstudagur 8. nóvember, 2024
7.7 C
Reykjavik

Orðhákurinn Davíð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, steig stórt og umdeilt skref þegar hann opinberaði dagbækur sínar og þankagang sinn í kringum bæði fjölmiðlafrumvarpið og Icesave. Forsetinn steig í báðum málum þau stóru skref að vísa viðkvæmum málum til þjóðarinnar. Sumir telja að forsetinn hefði átt að láta dagbækurnar liggja í þagnargildi en aðrir fagna þeirri afhjúpun sem þar er að finna.

Með fjölmiðlamálinu kallaði Ólafur Ragnar yfir sig ofsareiði Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra og núveradi ritstjóra Moggans, sem hafði sniðið frumvarpið að óvinum sínum og vildi í krafti einræðistilburða stöðva þá kumpána Jón Ólafsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sem réðu stórum hluta fjölmiðlaflórunnar á Íslandi.

Svo fór að Davíð forðaðist þjóðina með því að draga frumvarpið til baka og engin varð þjóðaratkvæðagreiðslan. Ólafur Ragnar lýsir í dagbókum sínum yfirgangi Davíðs og fagnar því að hann hafði ekki yfir her að ráða. Þá segir hann frá ofsóknum Davíðs sem hafi látið njósna um eiginkonu sína, Dorrit Moussaieff. Nafn Davíðs kemur rúmlega 50 sinnum fyrir í bókinni og er forsetanum aldna greinilega hugleikið.

Margir telja nauðsynlegt að Davíðstíminn í sögu lýðveldisins verði gerður upp með ollu því ofríki sem átti sér stað gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Greinilegt er að Davíð og Guðbjörg Matthísasdóttir, auðkona og aðaleigandi Moggans og hýsill hans, eru á öðru máli. Orðhákurinn þegir og Mogginn heldur sig við að fjalla um orlofsmál Dags B. Eggertssonar í stað þess að fara í sögulegt uppgjör …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -