Óttar Guðmundsson geðlæknir gerir dekur Sjálfstæðismanna við þann gjaldþrota Skúla Mogensen að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu. Skúli hefur risið upp eftir að flugfélagið Wow-Air fór á hausinn með tilheyrandi skaða fyrir þjóðina. Nú hefur Skúli risið upp að nýju með sjóböðum í Hvammsvík í Hvalfirði.  Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þáðu boð um veitingar og bað til að fagna upprisu auðmannsins. Óttar rifjar upp fyrri afrek ráðherranna svo sem sóttvarnabrot Bjarna Benediktssonar í Ásmundarsal. 

„Á dögunum fór þessi sami ráð­herra á­samt tveimur meðráð­herrum í annað partí í Kjósinni. Skúli at­hafna­maður Mogen­sen var að opna sjó­böð í Hvamms­vík þar sem fal­legt fólk getur lagst í heitt salt­vatn fyrir tæpar átta­þúsund krónur, skrifar Óttar og rifjar upp þegar WOW fór á hausinn og at­vinnu­lífið á Suður­nesjum var slegið í rot og ríkis­sjóður tapaði milljörðum. „Þar var aðal­lega við Skúla að sakast sem hagaði sér alltaf eins og sjálf­miðað barn í hlut­verka­leik“.

„Er það virki­lega hlut­verk ráð­herra að hjálpa gjald­þrota auð­manni að aug­lýsa nýtt fyrir­tæki í ferða­manna­bransanum? Við skulum vona að böðin fari ekki sömu leið og vá-flugið sem brot­lenti þrátt fyrir lita­gleði, snobb og flott­heit. En þá verða Sjálf­stæðis­ráð­herrarnir væntan­lega komnir í annað bað,“ skrifar Óttar geðlæknir …