Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarmana í Reykjavík, horfir fram á algjört hrun ef könnun Gallup gengur eftir. Framsóknarflokkurinn mælist með einungis 3,3 prósent fylgi. Í borgarstjórnarkosningum árið 2022 fékk flokkurinn 18,9 prósenta fylgi. Þarna er því um algjört hrun að ræða.
Sama könnun sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er með 31,2 prósenta fylgi og fer með himinskautum. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur en á hæla hans kemur Samfylkingin með 22,9 prósent fylgi.
Skýringar á fylgishruni Framsóknar liggja örugglega í óvæginni umræðu um meirihluta borgarstjórnar vegna ýmissa glappaskota. Hæst ber græna vegginn, vöruskemmuna í Breiðholti, sem er martröð meirihlutans ekki síður en íbúanna í skugganum. Þá má telja víst að afleitt gengi Framsóknarflokksins á landsvísu undir formennsku Sigurðar Inga Jóhannssonar sín áhrif fylgið í borginni.
Pólitískt kraftaverk þar til að Einar standi af sér næstu kosningar sem eru að ári. Fari svo sem horfir verður stjórnmálaferill Einars einn sá brattasti í stjórnmálasögunni þar sem hæstu tindar og dýpstu dalir koma við sögu ….