• Orðrómur

Götustrákur í drengjakór

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í aðdraganda kosninganna er mest áberandi að gömlum og grónum þingmönnum er hafnað, þvert á flokka. Sumir sjá sjálfir sinn vitjunartíma eins og Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem lagði upp laupana af ótta við kjörísdrottninguna, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem skoraði hann á hólm. Páll lýsti sjálfur yfir endalokum ferils síns. Síðast féll Lilja Rafney Magnúsdóttir, leiðtogi VG í Norðvesturkjördæmi sem tapaði fyrir Bjarna Jónssyni fiskifræðingi. Mikil spenna er hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík þar sem Sigríður Andersen, fallinn dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir öðrum megin en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í hinu kjördæminu. Víst er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra stefnir hátt og vill verða leiðtogi. Líklegt er að það gangi eftir á kostnað Sigríðar. Óljósara er með Guðlaug Þór sem á ekki upp á pallborðið hjá Bjarna Benediktssyni formanni en virðist eiga níu pólitísk líf þrátt fyrir að vera svolítið eins og götustrákur í drengjakór. Hann gæti staðið með fálkann í höndunum þegar slagnum linnir …

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Áslaug í stríðsham

Ein skærasta stjarna íslenskra stjórnmála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, er komin í stríðsham og hefur tilkynnt að...

Stórleikur Sigríðar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands, átti stórleik á fyrstu dögum í embætti sínu þegar húyn...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -