• Orðrómur

Grátur Simma Vill

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Markaðsmaðurinn Sigmar Vilhjálmsson sýndi miklar tilfinningar þegar hann grét á samfélagsmiðlum vegna Sölva Tryggvasonar og meðferðar á honum. Í fyrstu uppskar hann gríðarlega ánægju áhorfenda. Seinna svaraði hann gagnrýni og útskýrði meðvirkni sína sem afstöðuleysi í málinu. Tárunum réði sorg vegna heildar málsins en ekki neikvæð afstaða til meintra fórnarlamba. Talið hefur verið að Sigmar ætlaði í framboð og þá jafnvel fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu fyrir helgi þar sem samhljóma skoðanir þeirra runnu fram sem elfur á hlýjum vordegi. Þar var ekkert minnst á Sölvamálið en Simmi boðaði stofnun samtaka smærri fyrirtækja. Hann lýsti jafnframt yfir að hann myndi ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Nú bíða menn þess hvaða skref Sigmar stigi og hvort pólitíkin njóti góðs af kröftum hans í náinni framtíð …

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Óli Björn krefst ráðdeildar

Óli Björn Kárason alþingismaður vonast til að ná endurkjöri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi um næstu helgi....

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -