Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Guðlaugur útilokaður

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Flestum þykir orðið ljóst að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði endurkjörinn án mótframboðs á landsfundi í nóvember og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verði áfram varaformaður. Engum hefur dulist að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra er í ónáð Bjarna og óbeitin er gagnkvæm. Guðlaugur á sér þann vota draum að verða formaður en Bjarni og hans nánasta fylgisfólk má ekki til þess hugsa.

Kvittur var uppi um að Bjarni ætlaði að hætta sem formaður í haust. Hermt er að planið hafi þá verið að koma Þórdísi Kolbrúnu í stólinn með því að gera hana að utanríkisráðherra en niðurlægja Guðlaug og setja hann skör neðar sem ráðherra orku og umhverfis.

Við nánari skoðun var talið líklegt að í formannskosningu á landsfundi gæti Guðlaugur Þór sigrað. Þessi leið var því útilokuð. Nú giska menn að Bjarni, sem er augljóslega leiður á starfi sínu, ætli að láta endurkjósa sig og stíga síðan til hliðar innan árs og snúa sér að hugðarefnum sínum og því að ávaxta Engeyjarauðinn. Þá taki varaformaðurinn einfaldlega við og Guðlaugur sitji sneyptur eftir og eigi enga von um að verða formaður. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs telja sumir að þrátt fyrir litlar sigurlíkur eigi hann ekki annan kost en að fara gegn formanninum og undirstrika sjálfstæðis sitt …

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -